Hvernig verkefni?
Myllubakkaskóli er grunnskóli fyrir börn frá 1. – 10. bekk.

Hvaða lausn?
Notast var við lausnina Decoline Premium Ultra sem er mjög slitsterkt gólfefni en á sama tíma þæginlegt að ganga á vegna mýktar í undirlagi. Hörkustuðullinn er D60 og þar af leiðandi mjög hentugt þar sem ágangur er mikill eins og í grunnskóla. Þetta gólfefni er fullkomlega vatnshelt og myglufrítt þar sem ekkert loftrými getur skapast í gólfinu til að gefa mylgu möguleika á að grassera. Hljóðdempun á milli hæða er 18 dB þar sem undirlagið Silencio er lagt í 4-5 mm þykkt.

Stærð gólfflatarins í fyrsta áfanga var um það bil 2.300 fermetrar.

Áður en hafist er handa við lögn á Decoline gólfefnunum þarf að demantsslípa yfir gólfin, laga sprungur með sprunguviðgerðarefni og gunna mjög vel yfir gólfið. Notast var við 100% epoxy í grunninn. Silencio dB var lagt með glattbretti í 4-5 mm þykkt beint yfir epoxy grunninn. Decoline Premium var svo lagt yfir Silencio dB í 2 mm þykkt. Meðal þykktin á gólfinu er því 6 mm sem gefur okkur 17 – 18 dB hljóðdempun á milli hæða.

Verkkaupi valdi einlitt gólfefni úr Decoline Uni Colour safninu, QL550025.

Í lokin var lakkað yfir gólfið með polyurethane (pólýúretan) lakki, PU SG Colour QL550025. Decoline Premium gólfefnið þarf alltaf að lakka með lit, en öll önnur Decoline gólfefni má lakka með glæru satín eða möttu lakki.

Decoline Premium hentar á söfn, skrifstofur, verslunarhúsnæði, sýningarsali, opinberar byggingar, sjúkrahús, skóla o.fl.

Decoline gólfefnin fást í þremur styrkleikum, D30 Decoline Comfort, D60 Decoline Premium og D70 Decoline EVO. Fjórða lausnin í þessum flokki heitir Deco Corques Liquid Lino.

Þessar lausnir falla undir BREEAM vottun.

Hafa samband