Hvernig verkefni?
Holtaskóli er grunnskóli fyrir börn frá 1. – 10. bekk.
Hvaða lausn?
Notast var við lausnina Corques Liquid Lino (CLL) með Silencio dB hljóðdempunar undirlagi. Þetta gólfefni er með hörkuna D40 og er því töluvert slitsterkt gólfefni en á sama tíma þæginlegt að ganga á vegna mýktar í undirlagi. Þetta gólfefni hentar einstaklega vel á skóla og leikskóla. Þetta gólfefni er fullkomlega vatnshelt, örverur festarst ekki í yfirborði og er einnig myglufrítt. Hljóðdempun á milli hæða er 18 dB þar sem undirlagið Silencio er lagt í 4-5 mm þykkt.
Stærð gólfflatarins í fyrsta áfanga var um það bil 1.300 fermetrar og annar áfangi rúmlega 1.000 fermetrar.
Áður en hafist er handa við lögn á CLL gólfefnunum þarf að demantsslípa yfir gólfin og gunna mjög vel yfir gólfið. Notast var við 100% epoxy í grunninn. Silencio dB var lagt með glattbretti í 4-5 mm þykkt beint yfir epoxy grunninn. CLL var svo lagt yfir Silencio dB í 2,5 mm þykkt. Meðal þykktin á gólfinu er því 6,5 mm sem gefur okkur 17 – 18 dB hljóðdempun á milli hæða.
Í samstarfi við arkitekt verkefnisins valdi verkkaupi litinn Metal úr Fredrik Walton safninu.
Í lokin var lakkað yfir gólfið með polyurethane (pólýúretan) lakki, PU Extra Matt.
Corques Liquid Lino lausnin er aðallega unnin úr nátturulegum hráefnum líkt og jurtabundinni hörfræolíu, við og korkdufti. Meirihluti innihaldsefna er endurvinnanlegt sem gerir lausnina að umhverfisvænu vali.
Corques Liquid Lino hentar á hótel, skrifstofur, opinberar byggingar, skóla o.fl. Þessi lausn hentar sérstaklega vel yfir gólfhita þar sem hitaleiðni er mjög góð. Einnig hentar hún vel á gólf sem eru á hreyfingu, líkt og viðargólf því gólfefnið er sérstaklega sveigjanlegt.
Decoline gólfefnin fást í þremur styrkleikum, D30 Decoline Comfort, D60 Decoline Premium og D70 Decoline EVO. Fjórða lausnin í þessum flokki heitir Deco Corques Liquid Lino.
Þessar lausnir falla undir BREEAM vottun.
Hafa samband