RAL 7012

RAL 7042

RAL 7035

RAL 5014

NCS S 1030Y

NCS S 2020 G60Y

NCS S 2020 Y40R

EG 5000 Málað Epoxy Kvarts
Málað Epoxy-Kvarts – Endingarbestu gólfefni sem völ er á fyrir iðnað
Þessi gólfefnalausn er mjög sterk, viðhaldslítil og samskeytalaus. Helsti munurinn á máluðu Epoxy Kvarts gólfi og Epoxy Kvarts gólfi er að liturinn á gólfefninu er í lakkinu en ekki í kvartssandinum. Þetta gefur möguleika á að bjóða upp á hálkuvörn, sem er oft mjög mikilvægt þegar mikil bleyta er á gólfum þar sem fólk er að vinna. Því er málað Epoxy Kvarts yfirleitt valið á fiskvinnslur og aðrar matvælavinnslur þar sem bleyta er á gólfum.
Notast er við kvartssand í grófleika 0,8 – 1,4 mm í bæði grunn og í gólflögnina sjálfa. Þetta skilar okkur gólfi sem er 4 – 5 mm þykkt.
Hentar fyrir
- Iðnað
- Matvælavinnslur
- Vörugeymslur
- Blautrými
Verð á fermetra er frá 14.000 kr. með efni og vinnu.
Kostir
- Einstaklega slitsterkt
- Mikið höggþol
- Frábært efnaþol
- Samskeytalaust
- Með hálkuvörn
Herslutími við 20°
- Gangandi umferð eftir 18 – 24 klst
- Létt umferð eftir 48 klst
- Má setja vatn á gólfið eftir 48 klst
- Fullt álag eftir 7 daga