PUCEM TF – Hálkuvörn
Eurostep PUCEM TF gólfefnið er á bilinu 4 – 12 mm þykkt. Gólfið samanstendur af pólýúretani og sementi.
Þetta gólfefni er einstaklega endingargott með miklu slitþoli. Gólfið er með hálkuvörn og því hentar það vel þar sem mikil bleyta á sér stað.
PUCEM TF er vatnshelt með frábært efnaþol. Því hentar það vel þar sem verið er að vinna með olíur eða leysiefni.
Gólfefnið er með mikið hitaþol og þolir því heitt vatn mjög vel.
Auðvelt er að þrífa þessi gólf og uppfyllir það ströngustu staðla varðandi matvælaöryggi.
Hentar fyrir
- Matvælaiðnað
- Efnaiðnað
- Lyfjaiðnað
- Mjólkuriðnað
- Iðnaðareldhús