Hvernig verkefni?
Selið er húsnæði undir dagdvöl fyrir eldra fólk sem býr heima en þarf aðstoð og eftirlit til að geta búið heima.
Hvaða lausn?
Notast var við lausnina Decoline EVO sem er mjög slitsterkt gólfefni. Þar af leiðandi hentar þessi lausn vel þar sem notkun hjólastóla er mikil.
Gólfflöturinn var um það bil 200 fermetrar.
Áður en hafist er handa við lögn á Decoline gólfefnunum þarf að demantsslípa yfir og gunna gólfið mjög vel. Notast var við 100% epoxy í grunninn.
Verkkaupi valdi tvo liti á gólfið úr Decoline Mixed Colour safninu, QL220050/QL420050.
Þegar unnið er með tvo liti þarf að blanda þeim varlega saman í stóra fötu og hella svo á gólfið þar sem notast er við glattbretti til að dreifa efninu í 2-3 mm þykkt.
Í lokin var lakkað yfir gólfið með polyurethane (pólýúretan) lakki, PU MG Matt.
Decoline EVO hentar á vöruhús, opinberar byggingar, framleiðslur, atvinnuhúsnæði og iðnaðarhúsnæði.
Decoline gólfefnin fást í þremur styrkleikum, D30 Decoline Comfort, D60 Decoline Premium og D70 Decoline EVO. Fjórða lausnin í þessum flokki heitir Deco Corques Liquid Lino.
Hægt er að setja gúmmí undirlag undir þessar lausnir sem gefur meiri mýkt í gólfefnið og mjög góða hljóðdempun á milli hæða, eða um 17-18 dB.
Þessar lausnir falla undir BREEAM vottun og er lausnin myglufrí.
Hafa samband