Hvernig verkefni?
Beðið var um steypuútlit á 170 fermetra gólfflöt í einbýlishúsi í Reykjanesbæ. Húsið er á tveimur hæðum með stórum stiga á milli hæða.

Hvaða lausn?
Notast var við lausnina Micro Top, sem er vatnshelt micro sement sem hægt er að fá í nánast hvaða lit sem er. Ljós grár litur var fyrir valinu með satín gjáa.

Hvernig gekk?
Dagur 1. Tveir menn voru sendir til þess að vinna verkefnið. Byrjað var á því að demantsslípa og grunna allan gólfflötin með GP grunn frá HTH Lausnum til þess að tryggja hámarks viðloðun á efninu við gólfið. Eftir að gólfflöturinn hafði verið grunnaður, þurfti að bíða í 1 klukkustund eftir því að hægt var að leggja niður Micro Base. Micro Base efnið er polyurethane sements blanda og er notað áður en Micro Top er sett yfir gólfið. Lífið í gólfinu kemur að mestu úr því hvernig Micro Base efninu. Ferlið gekk nokkuð hratt fyrir sig, en það tók í kringum 4-5 klukkustundir að koma Micro Base efninu niður..

Dagur 2. Gólfið var slípað með sandpappírsslípivél áður en Micro Top var sett yfir. Þetta ferli tók 5 klukkustundir.

Dagur 3. Komið var aftur til verka á degi 3 til þess að setja CSL akrílgrunn og polyurethane satín gljáa yfir Micro Top. Áður en það var gert, var flöturinn sandpappírsslípaður til þess að fá sem bestu og sléttustu niðurstöðuna.

Hafa samband