RAL 7042

 

RAL 7035

 

RAL 5014

Málað Epoxy-Kvarts

Málað Epoxy-Kvarts – Endingarbestu gólfefni sem völ er á fyrir iðnað

Þessi gólfefnalausn er mjög sterk, viðhaldslítil og samskeytalaus. Helsti munurinn á máluðu Epoxy-Kvarts gólfi og Epoxy-Kvarts gólfi er að liturinn á gólfefninu er í lakkinu en ekki í kvartssandinum. Þetta gefur möguleika á að bjóða upp á hálkuvörn, sem er oft mjög mikilvægt þegar mikil bleyta er á gólfum þar sem fólk er að vinna. Því er málað Epoxy-Kvarts yfirleitt valið á fiskvinnslur og aðrar matvælavinnslur þar sem bleyta er á gólfum.

Hentar fyrir

  • Iðnað
  • Matvælavinnslur
  • Vörugeymslur
  • Blautrými
Hafa samband